Hríseyjarkirkja (1928)

Hríseyjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hríseyjarkirkja er í Hríseyjarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kirkjur stóðu í Hrísey á öldum áður. Kirkjulaust var um tíma og steinkirkjan, sem nú stendur þar, var vígð 26. ágúst  1928 og samtímis var Hrísey gerð að sérstakri sókn.

Arkitekt var Guðjón Samúelsson og smiðir Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni og Jón Einarsson.  Konur í kvenfélagi Hríseyjar voru frumkvöðlar að byggingu kirkjunnar.  Jón Þór Vigfússon og Vigfús Jónsson frá Akureyri máluðu kirkjuna í upphafi en árin 1960 og 1990 var þar að verki Hörður Jörundsson.

Áður en kirkja var byggð í Hrísey áttu menn kirkjusókn í Stærra-Árskógssókn, eða þar til núverandi kirkja var vígð og Hrísey gerð að sérsókn.  Hrísey tilheyrði Stærra-Árskógsprestakalli, síðan Vallaprestakalli og Hríseyjarprestakalli frá árinu 1951.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hríseyjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Hríseyjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd