Hrunakirkja (1865)

Hrunakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hrunakirkja er í Hrunaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1865 úr járnvörðu timbri og tekur 200 manns í sæti. Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður, Tómasi erkibiskupi, Þorláki helga og heilagri Katrínu. Tungufellskirkja hefur verið útkirkja síðan 1819 og í Hrepphólum síðan 1974. Altaristaflan er meðal margra góðra gripa kirkjunnar.  Hönnuður kirkjunnar var Rögnvaldur Ólafsson arkitekt.

Sögur segja, að kirkjan hafi staðið uppi á klettahæð, sem nefnist Hruni, og þar sé hægt að sjá Hrunakarlinn í klettunum. Á þessum tíma var þar prestur, sem hélt dansleik með sóknarbörnunum í kirkjunni á jólanótt með drykkju, spilum og annarri ósæmilegri hegðan. Eitt sinn stóð dansleikurinn óvenju lengi og kölski kom til skjalanna. Hann gretti sig framan í kirkjugesti og dró kirkjuna með öllum, sem voru í henni, niður í undirdjúpin. Indriði Einarsson samdi leikritið „Dansinn í Hruna" upp úr þessari sögu.

Hrunakirkja er timburhús, 14,83 m að lengd og 6,00 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með hárri píramítalagaðri turnspíru. Hann stendur á lágum stalli með kröppum undir þakskeggi. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fimm gluggar, tveir á framstafni yfir dyrum. Í þeim er T-laga póstur og tveir þriggja rúðu rammar neðan þverpósts en bogarimar í þverramma að ofan. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og yfir þeim þvergluggi með bogarimum en tveir hálfgluggar hvorum megin þeirra.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Hrunakirkja - Staðsetning á korti.

 


Hrunakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd