Húsavíkurkirkja (1907)

Húsavíkurkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Húsavíkurkirkja núverandi var vígð 2. júní 1907. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem er krosskirkja, byggð úr norskum við. Rögnvaldur var fyrsti Íslendingurinn sem nam byggingarlist og raunar fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust.

Turn kirkjunnar er 26 m hár.  Hún er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni.  Freymóður Jóhannesson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna að innan árið 1924.

Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31.  Hún sýnir upprisu Lazarusar.  Jóhann Björnsson, útskurðarmeistari á Húsavík, gerði skírnarsáinn og aðra útskorna gripi kirkjunnar.  Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.  Elstu gripir kirkjunnar eru tveir kertastjakar úr tini, sem danskur kaupmaður, Peter Hansen, gaf kirkjunni 1640. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964.


Nánar má lesa um sögu kirkjunnar á heimasíðu hennar.

http://husavikurkirkja.is/sokn/kirkjulysing/

 

Ljósmynd: Sigurður Herlufsen


 

Húsavíkurkirkja - Staðsetning á korti.

 


Húsavíkurkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd