Hvammskirkja (1892)

Hvammskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Hvammur er eyðibýli, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í utanverðum Laxárdal, sem hafði útkirkju á Ketu. Prestakallið var lagt niður með lögum 1970 og sóknirnar lagðar til Sauðárkróks. Síðstir presturinn á Hvammi, séra Finnbogi Kristjánsson, flutti þaðan 1975. Hann var áður síðasti prestur á Stað í Aðalvík. Kaþólskar kirkjur í Hvammi voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi.

Timburkirkjan á hlaðna grunninum, sem nú stendur í Hvammi, var byggð 1892. Hún tekur um 80 manns í sæti. Klukkur kirkjunnar voru fyrst í turni, sem var fjarlægður, en síðar undir loftinu, þar sem turninn var.

Hvammur var talinn mjög fátækt brauð og margir prestanna þar áttu erfitt uppdráttar. Sumir urðu jafnvel að flytjast brott vegna fátæktar eins og séra Magnús J. Skaftason, sem fluttist til Vesturheims og átti þar merkan feril sem prestur landa sinna í nýjum heimi.

Hvammskirkja er timburhús, 7,67 m að lengd og 5,66 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með krossreistu þaki. Kirkjuveggir eru klæddir listaþili en þök bárujárni. Hún stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökklinum og er stöguð niður á hornum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar og einn heldur minni á framstafni. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Hljómop með hlera fyrir er á framhlið turns. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Hvammskirkja - Staðsetning á korti.

 


Hvammskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd