Kaldrananeskirkja (1851)

Kaldrananeskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

 Að Kaldrananesi við Bjarnarfjörð á Ströndum hefur lengi verið bændakirkja, en kirkjubyggingin sem nú stendur á Kaldrananesi er næstelsta hús sýslunnar. Kirkjan var byggð árið 1851 úr timbri og er klædd með járni.

Í Kaldrananeskirkju er margt góðra gripa. Á kirkjuhurðinni er hringur með áletrun frá 1840. Altiaristaflan er eftir C. Rosenberg og er máluð eftir höggmynd Bertels Thorvaldsen af frelsaranum. Kirkjan á einnig merkan kaleik, patínu (diskur undir oblátur) og tvær klukkur, aðra með ártalinu 1798.

Undanfarin ár hefur hægt og bítandi verið unnið að viðgerðum á þessu aldna guðshúsi. Einnig hefur umhverfi kirkjunnar verið lagfært töluvert, t.d. hlaðinn nýr veggur kringum kirkjugarðinn og notaðar við það aðferðir sem hæfa aldri kirkjunnar vel.

Kaldrananeskirkja er í Hólmavíkurprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Kaldrananeskirkja - Staðsetning á korti.

 


Kaldrananeskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd