Kálfafellsstaðarkirkja (1927)

Kálfafellsstaðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Á Kálfafellsstað var kirkja helguð Ólafi helga Noregskonungi í kaþólskum sið.

Núverandi kirkja var vígð 31. júlí 1927.  Hún er byggð úr steinsteypu og Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði hana. Sigurjón Jónsson, bóndi í Suðurhúsum í Borgarhöfn, var yfirsmiður.  Patína er í kirkjunni frá 1761, verk Brands Jónssonor.  Kaleikur er þar einnig, að líkindum kominn frá Brandi.  Séra Jakob Bjarnason (1654-1717) gaf kirkjunni líknesi Ólafs helga, sem er í Þjóðminjasafni. Þá varð það nýtt og líklega smíðað í Noregi. Það stóð á kórbita kirkjunna í tvær aldir og var mikilsvirt. Því var komið fyrir á Þjóðminjasafninu eftir að kirkjan fauk 1886.

Kirkjan á gömul kirkjuklæði, m.a. hökul með áletrun saumaðri innan á er segir að hann sé gefinn af systrunum Ragnhildi og Torfhildi (Hólm) Þorsteinsdætrum 1865.  Torfhildur Hólm (1845-1918) var skáldkona og fyrsti kvenrithöfundur hér á landi sem fékkst við skáldsagnagerð svo að nokkuð kvæði að.  Skrifaði hún margar skáldsögur, smásögur og barnasögur, meðal annars Brynjólfur Sveinsson (1886) og Elding (1889).

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Kálfafellsstaðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Kálfafellsstaðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd