Kapella Karmelklaustursins (1946)

Kapella Karmelklaustursins

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Karmelnunnur komu frá Hollandi árið 1939 til að stofnsetja klaustur í Hafnarfirði. Sakir stríðsins héldu þær vestur um haf til Bandaríkjanna. Þær sneru til baka 1945.

Árið 1946 var klaustrið og kapellan blessuð. Hollensku karmelnunnurnar urðu að hverfa af landi brott vegan skorts á nýliðum árið 1983. Reykjavíkurbiskupsdæmi tók að sér umsjá byggingarinnar.

Árið 1985 fluttust 16 karmelsystur frá Póllandi í húsið. Nýjar systur komu ár hvert og gengu í regluna. Því varð að skipta henni: Árið 1990 var nýtt reglusamfélag stofnað í Tromsö í Noregi og annað í Hannover í Þýskalandi 1998.

Kapella Karmelklaustursins í Hafnarfirði er ætíð opin gestum. Þeir geta einnig beðið um viðræður um andleg mál og einnig er unnt að kaupa trúarlega muni í verslun klaustursins.

Ljósmynd Sigurður Herlufssen.


 

Kapella Karmelklaustursins - Staðsetning á korti.

 


Kapella Karmelklaustursins - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd