Kapella slökkviliðsins á KEF (1953)

Kapella slökkviliðsins á KEF

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kapellan er gerð úr timbri og hefðbundið bárujárn er á þaki. Árin 1999 og 2000 var byggingin öll endurbyggð og vígð af Biskupi Íslands þann 15. desember árið 2000. Upphaflega var Kapellan smíðuð í ratsjárstöðinni við Höfn í Hornafirði 1953. Eftir að starfsemi ratsjárstöðvarinnar var breytt árið 1988 og engir starfsmenn þar lengur, var kapellan flutt í ratsjárstöðina í Rockville á Miðnesheiði. Árið 1997 var allri starfsemi hætt í Rockville og allar byggingar þar lágu undir skemmdum, þar sem rafmagn og hiti var tekinn af þeim.

Árið 1999 fékk slökkviliðið leyfi til að bjarga Kapellunni og flytja hana að slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðið endurbyggði alla bygginguna, grind, sperrur, þak og veggir voru mikið endurbyggðir. Inngangi var breytt og gerð ný forstofa, nýjar útidyr voru smíðaðar. Loftinu var breytt þannig að nú er það með fallegu bogadregnu lagi, það var lágrétt og virkaði sem frekar lítil lofthæð. Lofthæðin er 2.60m þar sem hún er mest, loftið er skreytt reitum og 77 stjörnum úr messing. Tuttugu nýir tveggja sæta bekkir voru smíðaðir.

Allar klæðningar innan sem utan voru endurnýjaðar. Á gólfið fékkst notað gegnheilt gólfparket úr Dómkirkjunni í Reykjavík, því hafði verið skipt út fyrir nýjar gólfflísar. Parketið er eins og nýtt eftir að það var slípað og lakkað. Nýir gluggar voru smíðaðir og þeim fjölgað, þeir eru fjórir á hvorri hlið. Kapellan er 12m löng og 4m breið, forstofan er 2.10x1.53m. Allt efni og vinna var gefið af velunnurum Kapellunnar og slökkviliðsins.
 


 

Kapella slökkviliðsins á KEF - Staðsetning á korti.

 


Kapella slökkviliðsins á KEF - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd