Kaupangskirkja (1922)

Kaupangskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kaupangskirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi.  Ekki er ljóst, hve lengi þar hefur staðið kirkja, en hennar er þó getið í Auðunnarmáldaga árið 1318. Þar var fyrrum útkirkja frá Hrafnagili og katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Maríu guðsmóður og Ólafi helga Noregskonungi.

Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 1922 og tekur 90 manns í sæti.  Gengið er inn í kirkjuna á norðvesturhorni.  Hún á altaristöflu eftir Þórarin B. Þorláksson, listmálara og gamla brík frá 17. öld.  Byggingarmeistari hennar var Sveinbjörn Jónsson, sem síðar var kenndur við Ofnasmiðjuna í Reykjavík.  Hún var hlaðin úr r-steini og er sérstök vegna stöðu turnsins.  Hún var endurnýjuð að innan árið 1988.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Kaupangskirkja - Staðsetning á korti.

 


Kaupangskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd