Keldnakirkja (1875)

Keldnakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Keldnakirkja er í Oddaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Keldur voru í Keldnaþingum, sem voru aflögð 1880 og samtímis var sóknin færð að Odda. Katólskar kirkjur voru helgaðar Páli postula. Járnvarin timburkirkja, sem nú stendur þar, var byggð 1875. Frumkvöðull byggingar hennar var Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Keldum, og yfirsmiður var Halldór Björnsson frá Felli í Mýrdal. Kirkjan er fremur lítil, enda er söfnuðurinn lítill.

Núverandi kirkja var reist 1875. Hún er úr timbri, járnvarin. Þegar Keldnakirkja var reist smíðaði Hjörtur Oddsson, snikkari og bóndi í Eystri-Kirkjubæ, predikunarstól, altari og ljósaarma og skar út ártalið 1875. Af gripum í eigu Keldnakirkju má nefna altaristöflu frá 1792 er sýnir hina heilögu kvöldmáltíð, eftir Ámunda Jónsson, snikkara í Syðra-Langholti. Á brík yfir töflunni er máluð krossfestingin en undir innsetningarorðin. Á spjaldi vinstra megin er málað ANNO og 448 fjórum sinnum sem samanlagt er árið 1792. Önnur tafla frá 1866 hangir á gafli, máluð á léreft og sýnir Krist, Maríu og Mörtu, eftirmynd eftir málverki A. Dorphs í Stefánskirkjunni í Kaupmannahöfn. Á hliðarveggjum eru 15 vegglampar úr birki, smíðaðir af Elíasi Tómassyni á Uppsölum í Hvolhreppi. Tvö líkneski úr kaþólskri tíð hanga hvort sínum megin við altaristöflu og eiga þau að tákna Maríu guðsmóður með Jesúbarnið og Pál postula. Kirkjan á mikinn, tvíarma altarisstjaka úr kopar, kominn úr Leirubakkakirkju á Landi er hún var aflögð 1765, gamlar oblátuöskjur úr tré, gamlan kaleik og patínu svo og allstórt skírnarfat úr eiri. Hún á þrjár klukkur, frá 1523, 1583 og 1602.

Gert var við kirkjuna á árunum 1956-57. Þá var steyptur grunnur undir hana og henni lyft og settir voru steindir gluggar í hana. Gréta og Jón Björnsson skreyttu og máluðu kirkjuna.

Sjá um Keldnakirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Skýrsla um "Framkvæmdir á Keldum 1997-1998 og stefnumótun um viðgerð bæjarins" eftir Þór Hjalatlín.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Keldnakirkja - Staðsetning á korti.

 


Keldnakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd