Ketukirkja (1896)

Ketukirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Keta er bær og kirkjustaður í Skefilstaðahreppi á utanverðum Skaga að austan. Þar var útkirkja frá Hvammi í Laxárdal en sóknin var lögð til Sauðárkróks, þegar Hvammsprestakall var lagt niður 1975 (1970 með lögum).

Timburkirkjan með járnklædda þakinu, sem nú stendur í Ketu, var byggð 1895-96 og stendur á grunni úr hellugrjóti, sem síðar var steypt utan um. Sæti er fyrir 55 manns og yfirsmiður var Árni Guðmundsson, trésmíðameistari, frá Víkum. Kirkjan er turnlaus með fjórum bogagluggum. Klukkurnar eru í litlu porti á vesturgafli hússins. Á prédikunarstólnum eru einu skreytingar kirkjunnar, myndir af Kristi og tveimur postulum. Altaristaflan er eftir Jóhann Briem.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Ketukirkja - Staðsetning á korti.

 


Ketukirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd