Kirkjubæjarkirkja (1851)

Kirkjubæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Prestssetur var að Kirkjubæ til 1956.  Núverandi kirkja var reist 1851, stór og  stílhrein timburkirkja.  Séra Jón Þorsteinsson lét reisa kirkjuna.  Hún er velbyggt hús og var tjörguð að utan annað veifið og hefur ekki þurft mikið viðhald.  Bárujárnsþakið var sett á hana árið 1915 og árið 1929 var hún klædd bárujárni að utan.  Samtímis  voru útveggir málaðir hvítir og þakið rautt.
Í henni er predikunarstóll frá tíð Guðbrands  Þorlákssonar, biskups á Hólum, með myndum af postulunum Páli og Pétri,  Lúkasi guðspjallamanni, Davíð konungi og dönsku konungshjónunum,  Friðriki og Soffíu, sem gáfu stólinn.  Altaristaflan er eftir Anker Lund frá 1894  og sýnir er Kristur birtist Maríu Magdalenu við gröfina.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Kirkjubæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Kirkjubæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd