Kirkjuvogskirkja (1861)

Kirkjuvogskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkjuvogskirkja í Höfnum var byggð 1860-61. Hún er í Grindavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Það var Vilhjálmur Kr. Hákonarson, sem lét byggja kirkjuna á sinn kostnað. Sagt er að hún hafi kostað 300 kýrverð. Hún er timburkirkja og var upphaflega bikuð að utan með hvítum gluggum.

Löngu síðar var hún svo múrhúðuð að utan og ljósmáluð. Á árunum 1970-72 var kirkjan endurreist frá grunni og færð til upprunalegs horfs undir umsjón þjóðminjasafns.

Kirkjuvogskirkja er elsta kirkja á Suðurnesjum.

Altaristaflan er eftirgerð af Dómkirkjutöflunni og málaði Sigurður Guðmundsson hana árið 1865, taflan sýnir upprisuna.

Kirkju á þessum stað er fyrst getið á ofanverðri 14.öld, en áður hafði kirkja verið norðan Ósabotna í Vogi (Gamla Kirkjuvogi), gæti hafa verið þar fram á 16. öld. Í kaþólsku voru dýrlingar kirkjunnar María guðsmóðir og Pétur postuli.


 

Kirkjuvogskirkja - Staðsetning á korti.

 


Kirkjuvogskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd