Klyppsstaðakirkja (1895)

Klyppsstaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Klyppsstaðakirkja í Loðmundarfirði var reist 1895, en prestur sat þar til 1888. Eftir það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Klyppsstaðarkirkja var hins vegar aldrei afhelguð og hefur öðru hvoru verið messað þar að sumarlagi enda jeppavegur fær þangað frá Borgarfirði. Kirkjan er friðuð.

Fyrri hluta 20. aldar var nokkuð blómleg byggð í Loðmundarfirði.  Um aldamótin 1900 voru íbúar 87.  Bæirnir voru tíu en um miðja 20. öldina komst los á byggðina, þannig að 5 jarðir fóru í eyði á árunum 1940-1965.  Stærstu jarðirnar, Stakkahlíð og Sævarendi voru lengst í byggð, hin síðarnefnda til 1973.


 

Klyppsstaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Klyppsstaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd