Kolbeinsstaðakirkja (1934)

Kolbeinsstaðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kolbeinsstaðakirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Hún var byggð úr steinsteypu 1933 og vígð 1934. Þórarinn Ólafsson var yfirsmiður. Meðal góðra gripa kirkjunnar er silfurkaleikur frá 14.-15. öld, altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson, listmálara, patína og brauðöskjur frá 1725, gotneskt Kristslíkneski úr kopar og forna koparstjakar. Skírnarskálin er frá 1732 og útskorinn umbúnaður hennar er eftir Friðrik Friðleifsson

Katólsku kirkjurnar voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður, Pétri postula, Magnúsi eyjajarli, heilögum Nikulási, heilögum Dóminíkusi og öllum heilögum mönnum. Kolbeinsstaðir voru prestssetur til 1645, þegar sóknin var lögð til Hítarnesþinga og síðar Sölulholtsprestakalls.

Máldagi Kolbeinsstaðakirkju; grein í Sunnudagsblaði Tímans 1970.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Kolbeinsstaðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Kolbeinsstaðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd