Kolfreyjustaðarkirkja (1878)

Kolfreyjustaðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Núvernadi kirkja á Kolfreyjustað var reist sumarið 1878.  Hún er timburkikja, árnvarin.  Finnbogi Sigmundsson, trésmiður frá Seyðisfirði, var yfirsmiður. Hún var upphaflega með skarsúð, en 1912 var loftið þiljað að innan og húsið járnvarið. Ljóskross var settur í staðinn fyrir trékross á vesturstafninn 1966.  Altari og predikunarstóll eru frá sama tíma og kirkja var byggð.  Fagur skírnarfontur er í henni, skorinn af þýskum manni, Wilhelm Beckman, og altaristafla eftir Anker Lund frá 1904.  Þá á kirkjan fornan kaleik ogg patínu.

Þjóðsaga er til um Kolfreyju tröllskessu sem bjó skammt frá staðnum. Eitt sinn ætlaði hún að ná í prest til matar og elti hann.  En presturinn var frár á fæti og skessan vanfær.  Presturinn náði að hringja kirkjuklukkunum og í sama mund rak slessam tærnar í kirkjugarðinn og datt endilöng. Hún mælti svo, að kirkjugarður skyldi þaðanaf aldrei standa á staðnum og það þykir hafa rætst.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Kolfreyjustaðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Kolfreyjustaðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd