Krosskirkja (1850)

Krosskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Krosskirkja er í Holtsprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1850. Víðtækar endurbætur á kirkjunni fóru fram á árunum 1934, 1966 og 1971. Altaristaflan er frá 1650. Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga, Noregskonungi. Að Krossi var prestssetur fram að aldamótunum 1900.

Árið 1859 var Sigluvíkursókn í Vestur-Landeyjum lögð til Kross og sameinuð Voðmúlastaðasókn vorið 1912 með kirkju í Akruey. Prestsetrið var flutt að Bergþórshvoli og brauðið var kallað Krossþing eða Landeyjaþing til 1952.

Hönnuður er talinn vera Halldór Guðmundsson forsmiður í Strandarhjáleigu.

Í öndverðu var kirkjan klædd slagþili og rennisúð en var síðar klædd bárujárni.

Árið 1934 var kirkjan klædd að innan með krossviði, smíðuð í hana hærri hvelfing en verið hafði, setuloft stytt, þil gert um altaristöflu og forkirkja þiljuð af framkirkju.

Sjá um Krosskirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Krosskirkja - Staðsetning á korti.

 


Krosskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd