Landakirkja (1778)

Landakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Landakirkja er í Vestmannaeyjaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð úr steini á árunum 1774-1778 og er þarmeð þriðja elzta steinkirkjan á Íslandi á eftir Viðeyjarkirkju frá 1759 og Dómkirkjunni á Hólum frá 1763.

Arkitekt kirkjunnar var Georg David Anthon, sem var aðstoðarmaður og lærisveinn Niels (Nicolai) Eigtveds, sem var kunnast arkitekt og hallar smiður Dana á þeim tíma. Margt dýrmætra muna er í kirkjunni, s.s. hljómfagrar kirkjuklukkur frá 1619 og 1743, 16 arma ljósahjálm frá 1662 og altarisstjaka frá 1642.

Árið 1774 er ákveðið að reisa nýja kirkju úr steini, sem staðið gæti um aldur og ævi. Henni var valinn staður á flötinni vestan við kirkjugarðinn og hafist handa í ágústmánuði 1774 en hún er talin fullgerð 1778.

Hirðhúsameistarinn Georg David Anthon teiknaði kirkjuna og er hún einstök fyrir það að á henni er tiltekinn stíll útfærður í smáatriðum. Hún telst vera barrokk-kirkja. Upphaflega var hún turnlaus og sneitt var af burstum. Fyrsta stóra breytingin var gerð á kirkjunni á árunum 1853-60. Þá var reistur lítill turn á kirkjuna og innréttingu hennar breytt þannig að prédikunarstóllinn var settur yfir altarið fyrir miðjum kórgafli. Skilrúm milli kórs og kirkjuskips var fjarlægt. Svalir voru settar vestast í kirkjuna. Árið 1903 varð einnig breyting á kirkjunni er lítil forkirkja var reist við vesturdyr og norðurdyrum var lokað. Síðar á árunum 1955-9 var byggð sú forkirkja og turn sem einkenna kirkjuna í dag. Einnig var lagt yfir steingólfið og nýir bekkir voru smíðaðir. Teikninguna að þessum miklu breytingum gerði Ólafur Á. Kristjánsson, bæjarstjóri.

Ljósmynd: Sigurður Herlufsen

Lesa má ýtarlega um sögu Landakirkju á heimaslod.is:
http://www.heimaslod.is/index.php/Landakirkja
http://www.heimaslod.is/index.php/Blik_1960/Landakirkja

Sjá einnig ýtarlegar upplýsingar um Landakirkju á heimasíðu hennar.


 

Landakirkja - Staðsetning á korti.

 


Landakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd