Laugardælakirkja (1965)

Laugardælakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Laugardælakirkja er kirkja að Laugardælum í Hraungerðishreppi. Kirkjan er steinsteypt og alls 300 fermetrar að flatarmáli. Í henni er pípuorgel og kirkjubekkirnir rúma 70 manns í sæti.

Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi,teiknaði kirkjuna, en hann teiknaði einnig Selfosskirkju. Sigfús Kristinsson byggingameistari sá um smíði kirkjunnar.

Kaþólskar kirkjur að Laugardælum voru helgaðar Guði, Maríu mey og heilagri Agötu. Kirkjan tilheyrir Hraungerðisprestakalli.

Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var jarðsettur þar í kyrrþey 2008.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Laugardælakirkja - Staðsetning á korti.

 


Laugardælakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd