Leirárkirkja (1914)

Leirárkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Leirárkirkja er í Saurbæjarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Leirá er fornt höfuðból, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Leirársveit við Leirá. Kirkjan er úr steinsteypu með klæddum veggjum að innan, hvelfdu lofti og viðarklæðningu á kórgafli. Viðgerðir fóru fram á árunum 1973-1976. Ný forkirkja var byggð og húsið klætt að utan.

Meðal góðra gripa kirkjunnar má nefna silfurkaleik og patínu, sem Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður í Kaupmannahöfn, smíðaði og Magnús Stephensen gaf kirkjunni 1897. Nokkrir gamlir koparstjakar eru í kirkjunni og altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson, eftirmynd töflunnar í Fossvogskirkju.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Leirárkirkja - Staðsetning á korti.

 


Leirárkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd