Lundarbrekkukirkja (1881)

Lundarbrekkukirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

 Lundarbrekkukirkja er í Ljósavatnsprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Lundarbrekka var stórbýli og kirkjustaður í austanverðum Bárðardal. Þar hefur verið kirkja frá öndverðri 11. öld og í katólskum sið voru kirkjurnar helgaðar Guði, heilögum Nikulási og öllum heilögum mönnum.

Bændakirkja var þar til ársins 1878, þegar nýlega byggð kirkja brann til kaldra kola. Þá tók söfnuðurinn að sér að reisa kirkju og hefur séð um hana síðan. Það var afráðið að byggja steinkirkju og efnið sótt í gil vestan Skjálfandafljóts. Það var höggvið til og flutt á ísi yfir ána veturinn 1879.

Þakið var sett á kirkjuna 1880 og 4. desember 1881 var hún vígð. Á turni kirkjunar er ljóskross, loftið í henni er lítið og hvelfingin er alsett gylltum stjörnum, sem voru gerðar úr birki. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson, listmálara, máluð 1916. Hún sýnir Krist flytja fjallræðuna í íslensku landslagi. Kristján og Jóhann Vigfússynir í Litla-Árskógi skáru skírnarsáinn út en að öðru leyti smíðaði hann Valdimar Jóhannesson á Akureyri.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Lundarbrekkukirkja - Staðsetning á korti.

 


Lundarbrekkukirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd