Lundarkirkja (1963)

Lundarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkja hefur að líkindum staðið að Lundi frá 11. öld. Hún var helguð Maríu guðsmóður og heilögum Lárentíusi. Sókn að kirkjunni eiga íbúar í Lundarreykjadal.

Prestsetur var að Lundi en tekið af með lögum 16. nóv. 1907, en ekki lagt niður fyrr en 1932, þegar séra Sigurður Jónsson, síðasti presturinn að Lundi lést. Síðan fylgdi Lundur Hestþingum sem nú heitir Hvanneyrarprestakall. Annexía frá Lundi var Fitjar í Skorradal.

Núverandi kirkja var vígð af herra Sigurbirni Einarssyni hinn 23. júní 1963. Hún er steinsteypt, 10,5 x 6,4 m að meðtöldum kór. Forkirkjan er 2 x 2,24 m. Kirkjusmiður var Þorvaldur Brynjólfsson frá Hrafnabjörgum. Kirkjan er skreytt og máluð að innan af Gretu og Jóni Björnssyni. Hún á nokkra góða gripi. Tvær gamlar klukkur eru í turni. Altarismynd er máluð af Þórarni B. Þorlákssyni eftir frummynd Blocks. Lítill kaleikur og patína úr silfri, nokkuð gamall, veglegir kertastjakar á altari úr látúni, einnig róðukross úr sama efni og bókhvíla nýleg. Útskorinn skírnarsár er í kirkjunni, smíðaður af Halldóri Sigurðssyni og Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum. Í kirkjunni er nokkuð veglegt pípuorgel með fóstspili.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Lundarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Lundarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd