Mælifellskirkja (1925)

Mælifellskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Mælifellskirkja er í Mælifellsprestakali í Skagafjarðarprófastsdæmi. Mælifell er bær, prestssetur og kirkjustaður við rætur Mælifellshnjúks. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar heilögum Nikulási.  Litla steinkirkjan, sem nú stendur, var víðg 7. júní 1925. Hana byggði Ólafur Kristjánsson frá Ábæ. Hún tekur 50-60 manns í sæti og turninn er á sérbyggðum stöpli og í honum klukkurnar. Kórinn er lítill og sérbyggður og í honum lítið skrúðhús.

Altaristaflan er mjög stór og sýnir fjallræðuna. Dr. Magnús Jónsson, prófessor, málaði hana og mynd yfir dyrum. Hann og bróðir hans Þorsteinn, rithöfundur, gáfu kirkjunni stærri og hljómfegurri klukkuna í turninum.

Haukur Stefánsson frá Möðrudal málaði postulamyndirnar á prédikunarstólnum. Yfir dyrunum í forkirkjunni er gamalt, útskorið spjald með áletruninni: „Vakta þinn fót nær þú gengur til Guðs húss". Kirkjan á líka slitrur af altarisklæði, sem er annar tveggja fornra muna hennar. Allir aðrir merkir gripir kirkjunnar brunnu með timburkirkjunni árið 1921.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Mælifellskirkja - Staðsetning á korti.

 


Mælifellskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd