Maríukirkja (1985)

Maríukirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Maríukirkja er byggð 1985 og 25. mars sama ár var safnaðarkirkjan blessuð.

Árið 1983 voru gerðar áætlanir um að stofna annan söfnuð í Reykjavík, sem einnig skyldi taka yfir Suðurland, og reisa safnaðarkirkju samkvæmt uppdráttum Hannesar Davíðssonar arkitekts.

Kirkjan er tileinkuð Maríu mey, Stjörnu hafsins. Kirkjan var stækkuð 1997 og þá var sett upp klukka. Hinn 24. maí 2001 vígði Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup kirkjuna og lét koma þar fyrir styttu af Maríu mey, Stjörnu hafsins, en það er eftirmynd miðaldastyttu sem stendur í basiliku Vorrar frúar í Maastricht í Hollandi. Hún var gjöf Alfons Castermans biskups, nafnbiskups í Skálholti og vígslubiskups í Roermond í Hollandi.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Maríukirkja - Staðsetning á korti.

 


Maríukirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd