Miðgarðakirkja (1867)

Miðgarðakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Miðgarðakirkja er í Akureyrarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi.  Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1867. Turn og kór voru reistir árið 1932.  Árni Hallgrímsson frá Garðsá í Garðsárdal var yfirsmiður.

Árið 1932 var kirkjan færð um lengd sína frá Miðgarðabænum vegna eldhættu. Þá var byggður kór og forkirkja með turni við hana. Yfirsmiður breytinganna var Helgi Ólafsson.

Gagnger endurbót fór fram 1956 og hún var endurvígð. Hana annaðist Einar Einarsson, smiður. Hann var djákni á árunum 1961-1967. Einar gerði tréskurðarmyndina á útihurðinni en hún sýnir Jesú í bátnum, þegar hann kyrrði vind og vatn. Einar skar líka út prédikunarstólinn auk skírnarsás. Altaristaflan sýnir kvöldmáltíðina og yfir henni er ævagamall marmarakross með Kristslíkneski úr katólskum sið.

Miðgarðakirkja er timburhús, 7,69 m að lengd og 4,77 m á breidd, með kór undir minna formi, 3,11 m að lengd og 3,39 m á breidd, og tvískiptan turn við framstafn, 2,67 m að lengd og 2,75 m á breidd. Þök framkirkju og kórs eru krossreist og klædd trapisustáli en turnþök klædd sléttu járni. Kirkjan er klædd sléttum trefjaplastsplötum, stendur á steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á hliðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, einn á hvorri hlið kórs, einn á suðurhlið stöpuls en tveir á norðurhlið og einn á framhlið turns. Í gluggum er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Stöpull nær upp fyrir mæni kirkju, á honum er slétt þak girt handriði og á stöplinum er ferstrendur turn með píramítaþaki klæddu sléttu járni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.


 

Miðgarðakirkja - Staðsetning á korti.

 


Miðgarðakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd