Miklabæjarkirkja (1973)

Miklabæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Miklabæjarkirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Miklibær í Blönduhlíð hefur verið prestssetur um aldaraðir.

Fyrstu heimildir geta um kirkju og prest í Miklabæ í tíð Sturlunga árið 1234, þegar Kolbeinn ungi lét vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm djákna, son hans.  Næstu heimildir um kirkjuna eru í Örlygsstaðabardaga árið 1238.  Á Örlygsstöðum, skammt frá, var mikill bardagi, þegar Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson, sonur hans, mættu þar Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni. Bardaganum lauk með sigri Kolbeins og Gissurar og Sighvatur og Sturla féllu báðir. Eftir að þeirra féllu flýðu margir úr liðinu í kirkjuna á Miklabæ og flestir fengu grið.

Kirkjan á Miklabæ var helguð Ólafi helga Noregskonungi, sem dó 1030. Hann er verndardýrlingur Noregs. Tákn hans eru bikar eða ríkisepli, tákn valdsins, og  öxi. Ólafur sendi trúboða til Íslands og Grænlands.  Eftir kristnitökuna voru margar fyrstu kirkjurnar helgaðar Ólafi.

Kirkjan sem nú stendur á Miklabæ er yngsta kirkja í Skagafirði í lúterskri trú, byggð  árið 1973.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Miklabæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Miklabæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd