Möðruvallakirkja (1847)

Möðruvallakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Möðruvallakirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Möðruvellir eru bær og kirkjustaður í Eyjafirði. Líklegt er, að Guðmundur Eyjólfsson ríki hafi látið byggja fyrstu kirkjuna þar og katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar heilögum Marteini. Kirkjan, sem nú stendur, var að mestu byggð 1847 og henni lokið árið eftir, þegar hún var vígð. Flóvent Sigfússon á Kálfskinni og Friðrik Möller á Möðruvöllum voru aðalsmiðir. Líklega var Ólafur Briem á Grund yfirsmiður.

Hún er turnlaus timburkirkja í hefðbundnum stíl og með krossi á framstafni. Milligerð er milli kórs og framkirkju og söngloft uppi. Tréverk er fíngert og íburði þó still í hóf. Haukur Stefánsson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna í tilefni aldarafmælis hennar.

Kirkjan fauk af grunni skömmu fyrir jól 1972. Svipað gerðist 1857 og 1765. Altarisbrík úr alabastri, sem Margrét Vigfúsdóttir gaf kirkjunni, er merkasti gripur hennar. Klukknaportið er frá 1781.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Möðruvallakirkja - Staðsetning á korti.

 


Möðruvallakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd