Mýrakirkja (1897)

Mýrakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Mýrakirkja er í Þingeyrarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Mýrar eru bær og kirkjustaður við Dýrafjörð norðanverðan, undir innanverðu Mýrarfjalli.  Kirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1897 úr norskum viði, sem hvalveiðimenn fluttu til landsins.

Fyrrum var hún bændakirkja en söfnuðurinn tók við henni 1907. Árin 1952-1953 var gert við hana og eftir miklar endurbætur var hún endurvígð 1953. Altaristaflan er frá 1775 og lítill altarisskápur með krossfestingarmynd og latneskri áletrun innan á vængjunum frá 1696.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Mýrakirkja - Staðsetning á korti.

 


Mýrakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd