Narfeyrarkirkja (1899)

Narfeyrarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Narfeyrarkirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi.  Bærinn og kirkjustaðurinn Narfeyri er vestastur bæja á Skógarströnd, rétt austan Álftafjarðar.  Þar hét áður Geirröðareyri eftir fyrsta landnámsmanninum þar.  Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.

Á Narfeyri var eina kirkjan á Skógarströnd til ársins 1563, þegar kirkja var reist á Breiðabólstað  Narfeyrarkirkja var útkirkja frá Breiðabólsstað frá 1563, unz Stykkishólmsprestakall tók við 1970.  Núna stendur lítil timburkirkja á Narfeyri.

Árið 1888 var byggð timburkirkja á Narfeyri en hún hrundi gjörsamlega 23. desember 1888. Ný kirkja var byggð 1889[3] en hún færðist til á grunni í óveðri 1897 og fauk ári síðar. Kirkjan var rifin og endurbyggð 1899. Yfirsmiður við endurbyggingu kirkjunnar 1899 var Jón Jósefsson í Straumi.

Sjá um Narfeyrarkirkju á vef Húsafriðunarnefndar.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Narfeyrarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Narfeyrarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd