Nauteyrarkirkja (1885)

Nauteyrarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Núverandi kirkja var reist árið 1885 er sóknarkirkjan var flutt til Nauteyrar frá Kirkjubóli í Langadal þar sem hún hafði staðið öldum saman. Á Kirkjubóli er grafreitur og í honum m.a. legsteinn séra Torfa Snæbjörnssonar.

Kirkjan á Nauteyri er timburkirkja, bárujárnsklædd. Hún var endurvígð 1986 eftir mikla viðgerð. Er hún veglegt guðshús og tekur hátt á annað hundrað manns í sæti. Af merkum munum má nefna kaleik frá 1750 eftir Sigurð Þorsteinsson silfursmið í Kaupmannahöfn.

Jarðgrunnt er á Nauteyri þannig að ekki er unnt að taka nema grunnar grafir í kirkjugarðinum. Af þeim sökum eru leiðin óvenjuhá en jarðvegurinn er aðfluttur. Á Nauteyri er heitt vatn í jörðu og á síðustu árum hefur verið starfrækt þar klak- og fiskeldisstöð.

Nauteyrarkirkja er í Hólmavíkurprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Nauteyrarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Nauteyrarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd