Norðfjarðarkirkja (1897)

Norðfjarðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Norðfjarðarkirkja var vígð 24. janúar 1897.

Áður stóð kirkjuhús Norðfirðinga á Skorrastað en kirkjur munu hafa verið þar allt frá öndverðri kristni í landinu. Síðasta kirkjuhús á Skorrastað fauk og eyðilagðist í ofsaveðri sem gekk þar yfir þann 8. mars árið 1896. Ekki þótti viturlegt þá að endurbyggja kirkjuna en þess í stað ákveðin nýbygging og jafnframt að flytja kirkjustæðið út að Nesi.

Það var síðan strax um vorið 1896 að framkvæmdir hófust við hina nýju kirkjubyggingu. Menn gengu fyrst að grjótaðdrætti og þá með lítilfjörlegum tækjum. Allt var gert með handafli einu, flytja grjótið, brjóta það og byggja úr því. Upp komst grunnurinn og stendur óhaggaður enn þann dag í dag. Það var Gísli heitinn Þorláksson sem sáum það verk sem sannarlega lofar meistarann. Strax og grunnurinn var tilbúinn var byrjað á timbur vinnu og um nýár 1897 var kirkjan fullreist og nær tilbúin til notkunar þó ýmis smávægilegur frágangur væri þá eftir. Yfirsmiður við kirkjubygginguna var Vigfús Kjartansson en með honum unnu Ólafur Ásgeirsson, Sigurjón Ólafsson og Jón Jónsson auk fleiri sem lögðu hönd á plóginn en eru ekki nafngreindir í skjölum kirkjunnar. Má fullyrða að allir þeir unnu verk sín vel einsog reyndar býr enn að. Kirkjan var síðan vígð eins og áður segir 24. janúar 1897 sem var 3. sunnudagur eftir þrettánda.

Ýmsir gripir úr gömlu Skorrastaðakirkju eru varðveittir og notaðir í Norðfjarðar kirkju. Þar má nefna predikunarstólinn með myndum af Kristi,  Pétri og guðspjallamönnunum og eru nöfnin letruð yfir ásamt áletrun og  ártalinu 1700.  Einnig er þar söngtafla frá 1855 og altaristöflu sem fengin var  í kirkjun um aldarmótin, ómerkt olíumálverk sem sýnir Krist á krossinum.  Vigfús Kjartansson er talinn vera höfundur hennar.

Kórinn var reistur 1944.  Hann var færður og kirkjan var lengd auk þess sem útbygging var reist við norðurhlið árið 1992.  Höfundar þessara breytinga voru Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon, arkitektar.

Kirkjan var friðuð 1990.

 

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Norðfjarðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Norðfjarðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd