Oddakirkja (1924)

Oddakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Oddakirkja er í Oddaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Oddi hefur verið kirkjustaður frá upphafi kristni. Fyrsta kirkjan var byggð fyrir ábendingu loftsýnar. Menn sáust svífa um loftið og varpa niður spjóti og kirkjan var byggð, þar sem það stakkst í jörðu. Í katólskum sið var hún helguð heilögum Nikulási.

Núverandi kirkja var byggð 1924 og vígð 9. nóvember 1924. Yfirsmiður kirkjunnar var Tómas Tómasson frá Reyðarvatni á Rangárvöllum og var hún vígð af Jóni Helgasyni biskupi, en sóknarprestur á þeim tíma var sr. Erlendur Þórðarson. Hún tekur 100 manns í sæti.

Jón og Gréta Björnsson endurbættu og máluðu kirkjuna 1953 og síðan var hún endurvígð. Silfurkaleikur í kirkjunni er talinn vera frá því um 1300.

Frétt um 70 ára afmæli Oddakirkju í Morgunblaðinu.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Oddakirkja - Staðsetning á korti.

 


Oddakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd