Ögurkirkja (1859)

Ögurkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Kirkjan í Ögri var byggð árið 1859 af Þuríði Þiðriksdóttur og fóstursyni hennar, Hafliða Halldórssyni. Kirkjusmiðirnir voru þrír: Jón Jónsson snikkari á Ísafirði, Jóhann Grundtvig smiður á Ísafirði og Finnbogi Jónsson á Melgraseyri. Árið 1886 lét þáverandi Ögurbóndi, Jakob Rósinkarsson, taka kirkjuna til gagngerra endurbóta og var þá m.a. settur á hana turn. Síðar meir var hún máluð bæði að innan og utan auk þess sem skipt var um viði í suðurhlið hennar árið 1984.

Kirkja hefur verið í Ögri frá fyrstu árum kristni á Íslandi og alla tíð verið í eigu Ögurbænda. Hún er friðuð frá 1. janúar 1990.

Ögurkirkja á margt góðra gripa en margir hinna dýrmætustu þeirra eru komnir á Þjóðminjasafn Íslands. Eftir eru altaristafla eftir Anker Lund, máluð 1889 og sýnir upprisuna. Kaleikur með ártalinu 1854 og fágætir ljósahjálmar. Þá eru í turni tvær klukkur, önnur forn með áletrun og mynd af Önnu og Maríu með Jesú.

Ögurkirkja er í Vatnfjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Ögur er bær og kirkjustaður í Ögurvík milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar.

Í Ögri var höfuðkirkja Ögurþinga með útkirkju á Eyri við Seyðisfjörð.  Prestssetrið var á ýmsum jörðum í sóknunum, síðast á Hvítanesi og svo í Súðavík.  Prestakallið var lagt niður með lögum 1970 og Ögursókn féll til Vatnsfjarðar en Eyri til Ísafjarðar.

Ögurkirkja er í Staðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.


 

Ögurkirkja - Staðsetning á korti.

 


Ögurkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd