Ólafsfjarðarkirkja (1915)

Ólafsfjarðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Ólafsfjarðarkirkja var byggð eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar  árið 1915 úr steinsteypu og rúmaði 120 manns eða um tvo þriðju hluta íbúa staðarins á þeim tíma. Langt er því um liðið síðan kirkjan varð allt of lítil til flestra athafna, enda íbúar nú tífalt fleiri, og hefur aðstöðuleysi háð starfsemi allri. Hugmyndir um að byggja nýja kirkju hafa verið uppi um árabil en árið 1996 var hafist handa við stækkun gömlu kirkjunnar og byggingu safnaðarheimilis við hana.

Í garði Ólafsfjarðarkirkju stendur minnisvarði um drukknaða sjómenn. Minnisvarði þessi var reistur af Hallgrímsnefnd um 1940 og var fyrsti sinnar tegundar á landinu. Á hann eru rituð nöfn þeirra ólafsfirskra sjómanna sem farist hafa á sjó, og ekki fundist.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Ólafsfjarðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Ólafsfjarðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd