Patreksfjarðarkirkja (1907)

Patreksfjarðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Patreksfjarðarkirkja er í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Kirkja var ekki á Patreksfirði fyrr en á 20. öld, en bænhús var á Geiteyri í katólskri tíð.  Eyrarbúar áttu sókn til Sauðlauksdals þar til kirkja var byggð á Eyrum 1907.

Það var Sigurður Magnússon héraðslæknir og þáverandi sóknarnefndarformaður sem teiknaði kirkjuna en Markús Snæbjörnsson kaupmaður á Geirseyri gaf land undir hana og kirkjugarð sem vígður var árið 1904.

Prestakallið var stofnað 1907 og náði til Eyrar og Laugardals.  Kirkjan var vígð á hvítasunnudag 19. maí.  Hún stendur á Geirseyri í miðjum bæ og blasir við af sjó og landi.  Kirkjuhúsið er úr steinsteypu en turninn úr timbri og tekur hún 200 manns í stæi.  Erró gerði myndirnar, sem prýða predikunarstólinn, árið 1957 á 50 ára afmæli kirkjunnar.  Eftirgerð af mynd Carl Bloch, „Eitt er nauðsynlegt”, er altaristafla kirkjunnar.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Patreksfjarðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Patreksfjarðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd