Péturskirkja (2000)

Péturskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Katólska kirkjan keypti tvö hús á Akureyri árið 1954.  Annað var notað fyrir kapellu og þar bjó löngum prestur.

Söfnuðurinn stækkaði verulega og því voru gerðar áætlanir 1998 um að breyta öðru húsinu í kirkju með safnaðarsal. Umsjón með verkinu hafði Aðalgeir Pálsson og Kristjana Aðalgeirsdóttir, arkitekt gerði teikningar að breytingunum.

Jóhannes Gijsen, biskup, blessaði kirkjuna 3. júní 2000 og nefndi hana Péturskirkju. Jafnframt stofnaði hann Péturssöfnuðinn, sem nær til Norður- og Austurlands. Prestur býr að Eyrarlandsvegi 26 við hlið kirkjunnar auk þriggja karmelsystra af guðlegu Hjarta Jesú.

Péturskirkja er í Hrafnagilsstræti 2, Akureyri.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Péturskirkja - Staðsetning á korti.

 


Péturskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd