Prestbakkakirkja á Síðu (1859)

Prestbakkakirkja á Síðu

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Bær og kirkjustaður á Síðu.

Kirkjan var lögð af á Kirkjubæjarklaustri og reist á Prestbakka árið 1859.  Yfirsmiður var Jóhannes Jónsson úr Reykjavík.  Prestbakkakirkja er timburkirkja með forkirkju og sönglofti og tekur 220 manns í stæi.  Kirkjan var listilega skreytt og máluð árið 1910 af Einari Jónssyni málara og var það verk skúrt og lagfært á aldarafmæli hennar af Grétu og Jóni Björnssyni.

Yfir kirkjudyrunum er fangamark Friðriks VII, sem kom sem prins til Íslands 1834.  Kirkjan er byggð fyrir fé úr konungssjóði. Í kirkjunni er skírnarsár, gerður af Ríkarði Jónssyni myundhöggvara og á honum eru myndir er vísa til eldmessudagsins 1783.  Einnig er altaristafla eftir Anker Lund.

Séra Jón Steingrímsson (1728-1791) sat á Prestbakka frá 1778 til dauðadags.  Séra Jón var gáfaður maður og fjölhæfur atorkumaður.  Hann var nafnkunnur fyrir framgöngu sína í Skaftáreldum og þeim hörmungum sem á eftir fylgdu.  Frægt er þegar rennsli hraunsins stöðvaðist fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur, sunnudaginn 20. Júlí 1783, meðan á messu stóð.  Trúðu menn því að séra Jón hefði heft framrás hraunsins með andríki sínu og bænhita.  Séra Jón er einnig þekktur fyrir ritstörf sín.  Mest verka hans er ævisaga sjálfs hans (1913-1916 og endurútgefin 1945 og 1973) sem er einstakt rit og merkur aldarspegill.  Eldrit séra Jóns er mikilvæg heimild um Skaftáreldana.  Einnig ritaði hann um Kötlugos og leiðbeiningar um að ýta og lenda brimsjó.  Síðasti prestur á Prestbakka var séra Magnús Bjarnarson (1861-1949) er sat þar á árunum 1861-1931.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Prestbakkakirkja á Síðu - Staðsetning á korti.

 


Prestbakkakirkja á Síðu - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd