Rauðamelskirkja (1886)

Rauðamelskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Rauðamelskirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi.

Kirkjan á Rauðamel ytri er lítil og snotur timburkirkja. Fornt kirkjusetur á Rauðamel ytri var endurvakið árið 1570 og hin forna kirkjusókn Haffjarðareyjar lögð til hennar. Rauðamelskirkja var útkirkja frá Kolbeinsstöðum til 1645 og síðan frá Miklaholti.

Rauðamelskirkja er timburhús, 5,73 m að lengd og 5,60 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki og undir honum stallur. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er krosspóstur og rammar með alls sex rúðum. Uppi á framstafni yfir kirkjudyrum er hringluggi með krossrima. Á framstafni turns er hljómop með hlera og þverglugga með bogarimum og bjór yfir. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi með bogarimum yfir en bjór efst.

Inn af kirkjudyrum er gangur og sveigðir bekkir hvorum megin hans. Loft er yfir fremsta stafgólfi framkirkju og klæddur stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir láréttri borðaklæðningu upp undir glugga en reitaþiljum þar fyrir ofan. Dúkur hefur verið felldur inn í reitina utan yfir þiljurnar. Upp undir glugga er lárétt borðaklæðning. Væn strikasylla er efst á veggjum uppi undir reitaskiptri hvelfingu yfir innri hluta framkirkju og kór.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Rauðamelskirkja - Staðsetning á korti.

 


Rauðamelskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd