Reykhólakirkja (1963)

Reykhólakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Reykhólakirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Reykhólar eru bær og kirkjustaður í Reykhólasveit.  Staðurinn var meðal mestu höfuðbóla landsins og mikil hlunnindajörð vegna sjárvarfangs og æðarvarps í 300 eyjum og hólmum, sem tilheyrðu henni.

Kirkjur hafa staðið þar frá fornu fari og prestur hefur setið þar síðan 1941.  Núverandi kirkja var vígð 1963 og meðal merkra muna hennar er gylltur kaleikur og eftirmynd af Maríulíkneski úr eldri kirkjum á staðnum, sem var flutt til Kristskirkju í Reykjavík.  Jón Thoroddsen keypti altaristöflu eftir Lövener frá 1834 í Danmörku að ósk móður sinnar fyrir kirkjuna.

Jón Thoroddsen (1818-1868), skáld og sýslumaður, fæddist á Reykhólum. Sagan segir að þegar móðir Jóns sendi honum fé til að kaupa sig lausan úr herþjónustu í Danmörku hafi hún beðið hann að kaupa altaristöflu fyrir afganginn. Jón fór að óskum móður sinnar og er taflan nú í Reykhólakirkju. Hún er eftir Lövener, máluð 1834.

Í kirkjunni er einnig eftirmynd af Maríulíkneski sem áður var í Reykhólakirkju en er nú í Landakotskirkju í Reykjavík. Sveinn Ólafsson myndskeri gerði eftirmyndina. Árið 1985 voru settir tveir steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð í kirkjuna. Þá er í henni legsteinn Magnúsar Arasonar (um 1599-1655) sýslumanns.

Ljósmynd Jóna Þórunn.


 

Reykhólakirkja - Staðsetning á korti.

 


Reykhólakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd