Reykjahlíðarkirkja (1962)

Reykjahlíðarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Í Mývatnseldum fyrri, 1724-1729, tók Reykjahlíðarbæinn af og hraunstraumurinn fór báðum megin við kirkjuna án þess að skemma hana. Guðlegri forsjón var þakkað. Kaþólskar kirkjur í Reykjahlíð voru helgaðar heilögum Lárentíusi.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1958-1962. Jóhannes Sigfússon á Grímsstöðum teiknaði hana og smíðaði. Hún tekur 120 manns í sæti og á marga góða gripi, m.a. skírnarsá, sem Jóhannes Björnsson á Húsavík skar út auk myndskurðar á prédikunarstólnum. Batikmyndirnar í kórnum eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Reykjahlíðarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Reykjahlíðarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd