Rípurkirkja (1924)

Rípurkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Rípurkirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Ríp er bær og kirkjustaður í Hegranesi. Árið 1907 var Rípurprestakall lagt niður og sóknin lögð til Viðvíkur, sem var lengi útkirkja Rípur, og 1952 til Sauðárkróks.  Flutningur sóknarinnar til Sauðárkróks varð aldrei að veruleika og árið 1960 var hún lögð til Hóla.

Steinhlaðna kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1924. Efri altaristöfluna, sem sýnir skírn Jesú, málaði Guðmundur Einarsson frá Miðdal en aðaltaflan er frá 1777. Skírnarsárinn og númerataflan eru úr ljósu birki. Sigurður Jónsson frá Hróarsdal gerði hvort tveggja og gaf kirkjunni.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Rípurkirkja - Staðsetning á korti.

 


Rípurkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd