Sæbólskirkja (1929)

Sæbólskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Núverandi steinkirkja var vígð 29. september 1929. Gamla kirkjan fauk í Halaverðirnu 8. febrúar 1925 og brotnaði í spón.  Gamla kirkjan stóð vestar, eða í túninu við Sæból I.  Guðjón Samúelsson teiknaði núverandi kirkju.

Jón Sveinn Jónsson, bóndi á Sæbóli, skar út altarisgráður og bekki.  Jón var bróðir Guðmundar Jónssonar útskurðarmeistara á Ísafirði. Guðmundur Einarsson frá Miðdal gerði skírnarsáinn. Ljósahjálmur úr kopar frá 1649 er elsti gripur kirkjunnar. Mörg nöfn erlendra karlmanna eru greipt í hann, enda talið að hann sé gjöf frá erlendri skipshöfn, sem bjargaðist í land úr sjávarháska á Ingjaldssandi. Einnig er að finna fornan kaleik og patínu frá árunum 1733 og 1776. Ljóskrossinn er gjöf til minningar um séra Sigtrygg Guðlaugsson (1862-1959) á Núpi. Hann þjónaði Sæbólskirkju a.m.k. í 33 ár og talið er, að hann hafi farið 900 sinnum yfir Sandsheiði í embættiserindum. Legstaður hans er í Sæbólskirkjugarði.

Sæbólskirkja er í Þineyrarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Sæbólskirkja - Staðsetning á korti.

 


Sæbólskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd