Sankti Jósefskirkja (1993)

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
Saga kirkjunnar
Árið 1925 reistu Jósefssystur spítala ásamt kapellu í Hafnarfirði. Kapellan var blessuð 5. september 1926 af hinum postullegum leiðtoga Marteini Meulenberg SMM. Hún var einnig safnaðarkirkja nýstofnaðrar Jósefssóknar í Hafnarfirði.
Árið 1987-1988 urðu Jósefssystur að selja spítalann og kapelluna. Reisa varð nýja kirkju. Séra Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur í Hafnarfirði, hafði umsjón með að byggð var kirkja með áföstum prestbústað og safnaðarsal á Jófríðarstöðum. Arkitekt var Knútur Jeppesen. Þann 3. júlí 1993 vígði Alfreð Jolson biskup hina nýju St. Jósefskirkju.
Árið 1997 voru settar upp "krossferilsmyndir" eftir svissnesku listakonuna Bradi Barth á kirkjuveggina.
Ljósmynd: Sigurður Herlufsen
Sankti Jósefskirkja - Staðsetning á korti.
Sankti Jósefskirkja - Beinn hlekkur
Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.
Hlekkur
Hlekkur með mynd