Sauðárkrókskirkja (1892)

Sauðárkrókskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Sauðárkrókskirkja var vígð 9. desember árið 1892. Sóknin varð til við sameiningu Sjávarborgar- og Fagranessókna, og nær hún yfir Reykjaströnd, Gönguskörð, Sauðárkrók og Borgarsveit.

Kirkjuhúsið hefur stækkað með söfnuðinum, árin 1957 og 1958 var kirkjan stækkuð til austurs beggja vegna við turninn. Turninn endurbyggður og steyptur kjallari undir nýbygginguna.
Fyrir hundrað ára afmæli kirkjunnar var hún svo endurbyggð að miklu leyti og lengd um tæpa fjóra metra til vesturs. Kirkjan var tekin í notkun á ný 9. desember 1990.

Altaristafla kirkjunnar er frá 1895 og er eftir danska málarann Anker Lund. Á altaristöflunni gefur að líta túlkun listamannsins á göngunni til Emmaus.

Ljósakrónurnar í kirkjuskipinu eru upprunalegu olíulamparnir sem fengu nýtt líf sem rafljós 1923.

Steindir gluggar eru í kirkjunni, þeir eru verk listafólksins Guðrúnar og Jes Urup. Gluggarnir í forkirkjunni sýna Lífsins vatn og Lífsins tré. Í kirkjuskipinu gefur að líta tímabil og hátíðir kirkjuársins og sakramentin eru táknuð í kór kirkjunnar.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.
 


 

Sauðárkrókskirkja - Staðsetning á korti.

 


Sauðárkrókskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd