Sauðlauksdalskirkja (1863)

Sauðlauksdalskirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Sauðlauksdalskirkja er kirkja í Sauðlauksdal við sunnanverðan Patreksfjörð. Kirkjan var byggð árið 1863, hugsanlega af Niels Björnssyni. Turni kirkjunnar var bætt á síðar, eða á árunum 1901-2. Kirkjan er í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Í Sauðlauksdal voru bænhús og sóknarkirkja allt frá 1512. Kaþólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður og öllum heilögum, sérstaklega Þorláki biskupi helga.

Á árunum 1993-1997 var kirkjan algerlega endurbyggð frá grunni og reynt að miða við upphaflega gerð.

Margir merkisklerkar hafa í gegnu tíðina setið í Sauðlaugksdal og nægir þar að nefna sr. Björn Halldórsson er fyrstur ræktaði kartöflur á Íslandi og var umhugað um margs konar framfarir í þjóðlífinu. Prestar sátu staðinn allt fram undir 1964 er síðasti prestur sem sat í Sauðlauksdal fór til annars embættis. Eftir það hefur sókninni að mestu leyti verið þjóðnað frá Patreksfirði að undanskildu stuttu tímabili í kringum 1990 en búseta prests í Sauðlauksdal hefur ekki verið síðan 1964.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Sauðlauksdalskirkja - Staðsetning á korti.

 


Sauðlauksdalskirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd