Saurbæjarkirkja (1904)

Saurbæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri. Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri kirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.

Eyjólfur Runólfsson, bóndi í Saurbæ lét byggja nýju kirkjuna. Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723.

Ljósmynd Sigurður Herlufsen.


 

Saurbæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Saurbæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd