Saurbæjarkirkja (1858)

Saurbæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Saurbæjarkirkja Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi.  Saurbær er bær og kirkjustaður í Saurbæjarhreppi, innstu sveit Eyjafjarðar.  Heimildir eru um kirkjur að Saurbæ á öldum áður og á katólskum tímum voru þær helgaðar heilagri Cecilíu og heilögum Nikulási.  Prestar eru nafngreindir á 14. öld.

Sagnir segja frá klaustri í Saurbæ í nokkra áratugi um og eftir 1200, en þær eru byggðar á óljósum og takmörkuðum heimildum.  Katólskar kirkjur í Saurbæ voru helgaðar heilögum Nikulási og Ceciliu mey.

Árið 1907 var Saurbæjarprestakall sameinað Grundarþingum en prestur sat þar samt til 1931.  Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna landsins og stærst hinna upprunalegu.  Séra Einar Thorlacius (1790-1870) lét reisa hana 1858.  Hún rúmar 60 manns í sæti og yfirsmiður var Ólafur Briem. Hún er friðlýst og í umsjá Þjóðminjasafnsins.

Steinsteyptur kjallari undir norðausturhorni kirkjunnar var gerður 1959-1960. Árið 2003 var kirkjan endurbyggð.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Saurbæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Saurbæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd