Saurbæjarkirkja (1856)

Saurbæjarkirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Saurbæjarkirkja er í Patreksfjarðrprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.  Saurbær er bær og kirkjustaður á Rauðasandi.  Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Jóhannesi postula.  Kirkjan þar er útkirkja frá Sauðlauksdal en var aðalkirkja allt fram á 17. öld. 

Kirkja sú sem nú er í Saurbæ var áður á Reykhólum. Þar var hún smíðuð laust eftir miðja síðustu öld og vígð í ágúst 1856. Þegar ný kirkja var vígð á Reykhólum 1963 var gamla kirkjan sem þótti að mörgu leyti merkileg tekin ofan, viðirnir merktir og síðan varðveittir.

Gamla bændakirkjan að Saurbæ fauk í ofsaveðri í janúar 1966 og brotnaði í spón, þá 96 ára gömul. Eftir nokkur ár var ákveðið að Reykhólakirkjan gamla skyldi endurreist í Saurbæ. Það var gert á vegum Þjóðminjasafnsins og Húsafriðunarsjóðs og hafði Hörður Ágústsson umsjón með verkinu. Var kirkjan vígð að nýju 5. september 1982.

Merkastur af gripum Saurbæjarkirkju þykir altaristaflan sem Guðrún Eggertsdóttir, sýslumannsfrú á ofanverðri 17. öld, gaf kirkjunni. Hún er að líkindum gerð af séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði og sýnir Guðrúnu ásamt manni sínum Birni Gíslasyni sýslumanni. Krjúpa þau hvort sínum megin við kross Krists. Tafla þessi er í eigu Þjóðminjasafns, en var fengin að láni í kirkjuna er hún var endurvígð.

Ljósmynd Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði.


 

Saurbæjarkirkja - Staðsetning á korti.

 


Saurbæjarkirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd