Selárdalskirkja Samúels (1955)

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Samúel Jónsson hafði lengi málað myndir í frístundum sínum og þegar Selárdalskirkja varð 100 ára 1952 málaði hann altaristöflu til að gefa kirkjunni.  Sóknarnefnd afþakkaði töfluna þar sem fyrir í kirkjunni var um 200 ára gömul altaristafla.  Samúel hófst þá handa við að byggja kirkju fyrir altaristöfluna og stendur hún í Brautarholti.  Í kringum kirkjuna standa síðan önnur verk Samúels m.a. eftirlíking af ljónagosbrunninum í Alhambra á Spáni sem hann hafði séð myndir af.   Þar er einnig stytta af strák sem er að gefa sækýr að éta og af Leifi heppna sem skyggir hönd fyrir augu þegar hann hefur landsýn af Vínlandi auk margra annara sem því miður hafa látið á sjá gegn tímans tönn en eru engu að síður vitnisburður um sköpunarþrá manns sem lét ekkert aftra sér frá því að fá þessari þrá fullnægt.


 

Selárdalskirkja Samúels - Staðsetning á korti.

 


Selárdalskirkja Samúels - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur