Seljakirkja (1987)

Seljakirkja

 

Ljósmyndir frá notendum kirkjukort.net

Saga kirkjunnar

Seljakirkja við Raufarsel í Seljahverfi í Reykjavík er í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

11. júní árið 1983 tók Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup Íslands, fyrstu skóflustungu að byggingunni við hátíðlega athöfn á kirkjustæðinu. Í maí mánuði 1985 var hafist handa við að steypa alla útveggi húsanna, og því verki var lokið á rúmum mánuði. 23. júní 1985 var haldin eftirminnileg guðsþjónusta innan veggja kirkjusalarins undir berum himni. Sumarið 1986 var þak eins húsanna fjögurra reist og gengið frá þaki tengibyggingarinnar. 10. október 1987 var skrifstofa sóknarprests flutt í kirkjumiðstöðina ásamt annarri starfsemi sem verið hafði í Tindaselinu. Það sama ár var samhliða unnið að kirkjuhúsinu. 3. sunnudag í aðventu, 13. desember 1987 var Seljakirkja vígð við hátíðlega athöfn og mikið fjölmenni. Sigurður Guðmundsson, biskup, framkvæmdi vígsluna.

John Fr. Zalewski var byggingarmeistari kirkjumiðstöðvarinnar.

Við suðurhlið kirkjunnar er afsteypa af Nafrinum, verki Gerðar Helgadóttur, sem hún vann 1969 í Cheval Mort í Frakklandi.

Sjá nánar á heimasíðu Seljakirkju.

Ljósmynd Tómas Adolf Ísleifur Bickel.


 

Seljakirkja - Staðsetning á korti.

 


Seljakirkja - Beinn hlekkur

Viljir þú vísa inn á þessa síðu þá má nota hlekkina hér að neðan. Beinir hlekkir inn á síðuna hjálpa okkur að dreifa henni og láta einnig leitarvélar þekkja síðuna betur.

Hlekkur

Hlekkur með mynd